Stórt skref í rétta átt

Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra …
Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hversu mikilvægt verður stigið sem Ísland fékk gegn HM-bronsliði Svía á Laugardalsvellinum í gærkvöld?

Við komumst ekki endanlega að því fyrr en undankeppni EM lýkur í byrjun desember en úrslitin í leiknum, 1:1, gefa íslenska kvennalandsliðinu byr undir báða vængi og auka möguleika þess á því að komast beint í lokakeppnina sem fram fer á Englandi sumarið 2022.

Og ekki bara úrslitin. Frammistaða liðsins í seinni hálfleiknum er líklega sú besta síðan það vann sigurinn óvænta í Þýskalandi haustið 2017. Þar tók íslenska liðið frumkvæðið í leiknum, jafnaði verðskuldað og þegar upp var staðið var það stjörnum prýtt lið Svía sem gat verið sáttara með niðurstöðuna. Eitt stig á erfiðum útivelli.

Jón Þór Hauksson setti þrjá unga leikmenn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Lettum og eftir góða frammistöðu þar voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir verðlaunaðar með því að halda sætum sínum gegn margfalt sterkari andstæðingi. Þær reyndust vandanum vaxnar, eins og liðið allt, og sjaldan hefur íslenskt landslið teflt fram jafn spennandi nýliða og Sveindísi Jane. Þar er á ferðinni óslípaður demantur sem getur náð virkilega langt ef rétt er haldið á málum.

Grein Víðis í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert