14. tímabil ESL Pro League verður spilað á netinu

ESL hélt nýverið LAN mótið IEM Cologne en fer nú …
ESL hélt nýverið LAN mótið IEM Cologne en fer nú aftur yfir í að spila á netinu. Skjáskot/twitch.tv/ESL_CSGO

Mótahaldarinn og framleiðslufyrirtækið ESL tilkynnti í dag að 14. tímabil deildarinnar ESL Pro League í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive verði spilað á netinu. Tímabilið verður því með sama sniði og 13. tímabil. Upphaflega átti að spila á Möltu.

Nýbúnir að halda LAN-mót

Eins og er mörgum kunnugt lauk nýlega IEM Cologne LAN-móti ESL nýlega í Köln í Þýskalandi, og þótti hafa tekist nokkuð vel. Þrátt fyrir það virðist heimsfaraldur enn og aftur setja strik í reikninginn og er hann gefinn upp sem ástæða ákvörðunar ESL.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari mótahöld enn sem komið er og mun ESL fylgjast með þróun faraldursins í þeirri von að geta haldið mótin IEM Fall og IEM Winter á LANi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert