Sex skjálftar yfir þremur í nótt

Jarðskjálftavirknin er mest í kringum Fagradalsfjall.
Jarðskjálftavirknin er mest í kringum Fagradalsfjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því á miðnætti. Stærstur þeirra var 3,6 að stærð og reið hann yfir klukkan 04.11.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að þótt skjálftavirknin sé áfram mikil hafi enginn órói mælst á svæðinu, en órói getur verið fyrirboði eldgoss.

Virknin er enn að mestu bundin við Fagradalsfjall og voru skjálftarnir sex allir í um kílómetra fjarlægð frá fjallinu.

Alls mældust 2.800 jarðskjálftar á svæðinu í gær, og frá miðnætti hafa þeir verið 700. Heildarfjöldi skjálfta frá því hrinan hófst fyrir tíu dögum er 22.000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert