Skotum hleypt af í Osló

Lögreglumaður á verði í Osló. Mynd úr safni.
Lögreglumaður á verði í Osló. Mynd úr safni. AFP

Enginn hefur enn verið handtekinn eftir að skotið var á byggingu í Hanshaugen-hverfinu í Osló, höfuðborg Noregs, snemma í nótt. Enginn særðist í skothríðinni.

Lögreglu var tilkynnt um atvikið um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma og var þá talað um mikil læti í hverfinu.

Síðar hringdi maður í lögreglu og tilkynnti að skotið hefði verið á íbúð hans.

Að sögn lögreglu er greinilegt að nokkrum skotum var hleypt af en ekki hefur tekist að ná tali af þeim sem hringdu í lögreglu og enginn hefur verið handsamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert