Sá fimmti markahæsti frá upphafi

Alex Ovechkin.
Alex Ovechkin. AFP

Alex Ovechkin, einn vinsælasti íþróttamaður Rússa, er orðinn fimmti markahæsti leikmaður NHL-deildarinnar í íshokkí frá upphafi. 

Keppnistímabilið í NHL hófst í nótt og Ovechkin skoraði tvívegis í 5:1 stórsigri Washington Capitals á New York Rangers í höfuðborginni.

Ovechkin hefur þá skorað 732 mörk í deildinni en hann er 36 ára gamall og hefur leikið í deildinni frá árinu 2004. 

Alex Ovechkin fagnar síðara marki sínu í Washington í nótt.
Alex Ovechkin fagnar síðara marki sínu í Washington í nótt. AFP

Ovechkin fór í nótt upp fyrir Kanadamanninn Marcel Dionne sem lék með Detroit Red Wings, LA Kings og Rangers á árunum 1971-1989.

Efstur á listanum er kanadíska goðsögnin Wayne Gretzky sem skoraði 894 mörk í 1.487 leikjum en Ovechkin hefur leikið 1.198 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert