fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2022 12:17

Birgitta Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða á skjali sem afhent var yfirkjörstjórn í Reykjavík vegna framboðlista Reykjavíkur – betri borgar.

Hún greinir frá þessu á Facebook og segir að hún muni fá leiðbeiningar eftir fund yfirkjörstjórnar á morgun um hvernig skuli bregðast við.

Vísir greindi frá því í gær að Birgitta kannaðist ekkert við að hafa samþykkt að vera á lista Reykjavíkur – bestu borgarinnar, eða E-lista.

Birgitta kom af fjöllum þegar Vísir hafði samband við hana til að spyrja út í að hún væri í heiðurssæti á listanum, sagði þetta mjög skringilegt og ætlaði að hafa samband og láta taka sig af listanum.
„Ég sagðist alveg vera til í að vera svona í bakgrunni, veita þeim ráð og svoleiðis, eins og ég geri fyrir marga. En ég hef ekki skrifað upp það að vera á lista hjá þeim. Ég ætla ekki einu sinni að kjósa þá. Ég ætla að kjósa Pírata í þetta sinn,“ sagði hún.

Í frétt RÚV sagði Eva Bryndís Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með undirritaða yfirlýsingu frá Birgittu.
Þá sagði  Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Í gær

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“