Liverpool er talið hafa fundið eftirmann Virgil van Dijk en það er maður að nafni Nico Schlotterbeck sem spilar í Þýskalandi.
Schlotterbeck er á mála hjá Borussia Dortmund og er 24 ára gamall – hann á að baki 17 landsleiki fyrir Þýskaland.
Van Dijk verður samningslaus 2025 og er óvísrt hvort hann skrifi undir framlengingu á Anfield.
Hollendingurinn hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool en gæti kallað þetta gott á næsta ári og horft annað.
Schlotterbeck myndi kosta um 40-50 milljónir punda en hann hefur spilað með Dortmund frá 2022.