Nýsköpun var mikilvægasta covid-aðgerðin

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Árni Sigurjónsson, formaður samtakanna, eru …
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Árni Sigurjónsson, formaður samtakanna, eru gestir Stefáns Einars í Dagmálum að þessu sinni. Hallur Már

Heilbrigt regluverk og stuðningur við nýsköpun og þróun var að líkindum mikilvægasta framlag stjórnvalda í viðspyrnunni gegn áhrifum af kórónuveirunni. Þetta er mat
forsvarsmanna Samtaka iðnaðarins.

„2018 og 2020 voru mjög stór skref stigin í að auka þessa hvata og við sjáum það í tölunum að fjárfesting í rannsóknum og þróun jókst samstundis. Á Iðnþingi fengum við að heyra sögur frá Controlant um að þessi aðgerð sem ráðist var í á upphafstdögum covid hefði algjörlega gert gæfumuninn fyrir það fyrirtæki. Controlant er að verða eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins á næstu árum ef áætlanir ganga eftir og það óx mjög í covid.“

Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í nýjasta þætti Dagmála þar sem hann ræðir, ásamt Árna Sigurjónssyni, formanni samtakanna, um þær áskoranir sem íslenskur iðnaður stendur frammi fyrir þessi dægrin.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK