Gæti snúið aftur í kvöld

Harry Maguire (t.h.) hefur náð að æfa af fullum krafti …
Harry Maguire (t.h.) hefur náð að æfa af fullum krafti undanfarna daga. AFP

Harry Maguire, varnarmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, gæti spilað sinn fyrsta leik í rúman mánuð í kvöld þegar England mætir Skotlandi í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta.

Hann meiddist á ökkla í leik með Man. Utd. 9. maí og hefur ekkert spilað síðan.

Maguire hefur hins vegar náð að æfa af fullum krafti með enska landsliðinu undanfarna daga og gæti því komið við sögu í grannaslagnum á Wembley í kvöld.

„Ákvörðunin sem við þurfum að taka snýr að því hvort hann sé tilbúinn að byrja. Við erum mjög ánægðir með framfarir hans.

Hann hefur æft með liðinu í fjóra eða fimm daga núna og meiðslin hafa ekkert tekið sig upp aftur,“ sagði Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, á blaðamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert