Hlé gert á skólastarfi vegna rakaskemmda

Flataskóli er í Garðabæ.
Flataskóli er í Garðabæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið hefur verið að loka nokkrum skólastofum og kennaraaðstöðu í Flataskóla í Garðabæ vegna rakaskemmda. Skólanum verður lokað til miðvikudags til að skólastjórnendur geti endurskipulagt skólastarfið.

Greint var frá því á mbl.is í desember að vísbendingar væru um rakaskemmdir í skólanum.

Kom almennt vel út

Í pósti sem var sendur forsjáraðilum nemenda Flataskóla í kvöld segir að niðurstöður DNA-ryksýna í skólanum hafi almennt komið vel út. Hægt sé að ráðast í minni viðgerðir á nokkrum stöðum mjög fljótlega en aðrar viðgerðir verði umfangsmeiri og muni taka lengri tíma.

Á þriðjudaginn verður haldinn opinn fundur fyrir forsjáraðila til að fara yfir málin og upplýsa um breytingar á skólastarfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert