Stórkostlegt hvað hún hefur afrekað

Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn síðasta landsleik gegn Portúgal í …
Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn síðasta landsleik gegn Portúgal í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Samtalið var á góðu nótunum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við mbl.is um ákvörðun fyrrverandi landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur um að leggja landsliðsskóna á hilluna.

„Ég er ekki að fara að breyta ákvörðun leikmanns sem telur það rétt fyrir sig að hætta. Þó það sé missir af henni, taldi hún þetta rétt. Maður virðir það,“ sagði hann.

Sara hefur átt magnaðan feril, bæði með landsliðinu og félagsliðum og Þorsteinn hrósaði henni í hástert.

„Það sem hún hefur afrekað sem knattspyrnukona er stórkostlegt og hún hefur átt flottan feril  sem landsliðskona Íslands. Hún hefur skilað miklu til okkar og á heiður skilinn fyrir það sem hún hefur gert fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert