Áfall fyrir Hauka

Berglind Benediktsdóttir í baráttunni við Lovísu Thompson í leik Hauka …
Berglind Benediktsdóttir í baráttunni við Lovísu Thompson í leik Hauka og Vals á síðustu leiktíð. Eggert Jóhannesson

Berglind Benediktsdóttir, leikmaður Hauka í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, tábrotnaði á æfingu liðsins í fyrrakvöld og verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar en það er handbolti.is sem greinir frá þessu.

Berglind hefur verið lykilkona í varnarleik Hauka undanfarin ár og þá átti hún stóran þátt í 26:25-sigri liðsins gegn FH í annrri umferð Olísdeildarinnar á dögunum í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði.

Berglind lék alla leiki Hauka á síðasta keppnistímabili en Haukar eru með 2 stig eftir fyrstu tvo leiki sína í Olísdeildinni og mæta Fram í Framhúsi í þriðju umferð deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert