Þrettán umferðarslys á einni viku

mbl.is/Eggert

Þrettán umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Af þeim voru fimm slys í Hornafirði. 

Hinn 18. júlí féll ökumaður raf hjóli sínu á vegkafla austan Péturseyjar þar sem unnið er að vegagerð. Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en grunur var um að hann hefði fótbrotnað. 

Sama dag fóru viðbragðsaðilar í Skaftárdal þar sem maður slasaðist þegar fjórhjól sem hann ók valt. Maðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús, en upplýsingar um meiðsl hans liggja ekki fyrir. 

Þá voru í liðinni viku afskipti höfð af fjórum ökumönnum sem grunaðir eru um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis. Tveir þeirra gáfu einnig jákvæða svörun í fíkniefnaprófi. Viðkomandi mál bíða niðurstöðu blóðrannsóknar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert