Úrvalsvísitalan féll lítillega í 22,3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Stærstan hluta af veltunni má rekja til 19,5 milljarða króna útboði Alvotech sem lauk í gær.

Þá var 1,7 milljarða króna velta með hlutabréf Icelandair sem hækkuðu um 2,7% í dag. Stök 1,3 milljarða króna viðskipti með 1,7% hlut í Icelandair fóru í gegn í morgun. Gengi Icelandair stendur nú í 1,90 krónum á hlut.

Hlutabréfaverð Iceland Seafood lækkaði um 8,4% í 33 milljóna króna veltu í dag og stendur í 6,55 krónum. Félagið tilkynnti eftir lokun markaða á föstudaginn að viðræður um sölu á breska dótturfélaginu Iceland Seafood UK hefðu ekki borið árangur.