73,23% samþykktu kjarasamning

mbl.is/Hari

Félagar í Félagi grunnskólakennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 16. október og lauk klukkan ellefu í dag. Alls voru 5.305 á kjörskrá en atkvæði greiddu 68,65% eða 3.642. 

  • Já sögðu 2.667 eða 73,23%
  • Nei sögðu 913 eða 25,07%
  • Auðir voru 62 eða 1,70%
Frá undirritun kjarasamnings grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Frá undirritun kjarasamnings grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert