Fótbolti

Miðjumaður Sheffield United hneig niður í miðjum leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
John Fleck var borinn af velli áður en hann var fluttur á sjúkrahús.
John Fleck var borinn af velli áður en hann var fluttur á sjúkrahús. John Walton/PA Images via Getty Images

John Fleck, miðjumaður Sheffield United, var fluttur á spítala eftir að þessi þrítugi leikmaður henig niður í leik liðsins gegn Reading í ensku 1. deildinni í kvöld. 

Atvikið átti sér stað þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður, en leikurinn var stöðvaður í rúmar tíu mínútur á meðan sjúkrateymi liðsins hlúði að miðjumanninum.

Fleck fékk súrefni og stóð að lokum á fætur áður en hann var borinn af velli. Hann var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús.

„Þrjú stig í kvöld. Það sem er mikilvægara er að John Fleck var með meðvitund þegar hann yfirgaf leikvanginn í sjúkrabil. Við munum uppfæra stuðningsmenn okkar um stöðuna þegar við vitum meira. Láttu þér batna John,“ segir á Twitter-síðu Sheffield United. 

Jayden Bogle skoraði eina mark leiksins sem Seffield vann 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×