Postecoglou að taka við Celtic

Ange Postecoglou er á leið til Skotlands.
Ange Postecoglou er á leið til Skotlands. AFP

Ástralski knattspyrnustjórinn Ange Postecoglou hefur gert munnlegt samkomulag við forráðamenn skoska félagsins Celtic um að taka við liðinu. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Postecoglou tekur við liðinu af Neil Lennon sem hætti með liðið í febrúar á þessu ári eftir dapurt gengi.

Knattspyrnustjórinn, sem er 55 ára gamall, var landsliðsþjálfari Ástralíu frá 2013 til ársins 2017 og náði góðum árangri með liðið.

Hann hefur stýrt Yokahoma F. Marinos í japönsku 1. deildinni undanfarin þrjú tímabil en hann hefur einnig stýrt liðum á borð við Brisbane Roar og Melbourne Victory á þjálfaraferli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert