Sýknudómi í máli Sigur Rósar áfrýjað

Sigurrós á tónleikunum Norður og niður.
Sigurrós á tónleikunum Norður og niður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómum í máli Sigur Rósar til Landsréttar, þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við mbl.is.

Rúmlega fimm ár síðan rannsókn hófst

Meðlimir sveitarinnar eru fjórir en ákæra á hendur þeim var fyrst birt í mars 2019. Síðan þá hefur málinu verið vísað frá og í kjölfar þess vísað aftur í hérað af Landsrétti. Meira en fimm ár eru síðan skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn á málum þeirra 2016.

Héraðsdómur dæmdi síðast í máli þeirra 25. maí en þá voru allir fjórir sýknaðir.

Helgi sagðist geta staðfest þessa ákvörðun en að nánari kröfugerð liggi ekki fyrir að svo stöddu, ekki sé tímabært að gefa slíkt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka