Flúðu af sóttvarnahóteli í Hollandi

Af flugvellinum í Schipol í Hollandi.
Af flugvellinum í Schipol í Hollandi. AFP

Lögreglan í Schiphol í Hollandi handtók í kvöld par sem hafði flúið út út af hóteli þar sem þau sættu sóttkví eftir að hafa greinst með Covid-19 við komuna frá Suður-Afríku. Parið var komið upp í flugvél á leið út úr landi.  

Mörg ríki hafa lokað á komur farþega frá syðri hluta Afríku vegna tilkomu Ómíkrón og í gær voru takmarkanir hertar á landamærum Íslands fyrir farþega sem hafa dvalið í Botsvana, Es­vatíní, Lesótó, Mósam­bík, Namibía, Simba­bve eða Suður-Afr­íku innan tveggja vikna frá komu.

„Handtakan fór fram í flugvél sem var að búa sig undir brottför. Þau voru bæði tvö færð til heilbrigðisyfirvalda,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Twitter.

61 farþegi úr tveimur vélum frá Suður-Afríku greindist með Covid-19 við komuna til Hollands í gær. Þeir sem greindust þar fóru í einangrun á hóteli í grennd við flugvöllinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert