Listahátíðin Sequences X hefst í dag

„Á hátíðinni má finna ólík samtöl listamanna, ýmist við umhverfi …
„Á hátíðinni má finna ólík samtöl listamanna, ýmist við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn."

Myndlistarhátíðin Sequences X opnar í dag, fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni en hún er haldin víða um borgina og úti á landi. Hátíðin stendur til 24.október.

„Kominn tími til“ er yfirskrift hátíðarinnar og hátt í fjörutíu viðburðir verða á dagskrá. Um það bil fimmtíu listamenn frá hinum ýmsu löndum koma að hátíðinni í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. 

Hátíðin var fyrst sett á stokk árið 2006 og hefur það að markmiði að vera vettvangur fyrir framsækna myndlist.

Hátíðin verður einnig haldin í Hveragerði, á Seyðisfirði, Akureyri og …
Hátíðin verður einnig haldin í Hveragerði, á Seyðisfirði, Akureyri og Ísafirði.

„Á hátíðinni má finna ólík samtöl listamanna, ýmist við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn. Samtöl eru í eðli sínu mörkuð af augnablikinu og samhengi þeirra. Meðvitað og ómeðvitað fléttast inn í samtölin sá tíðarandi og ríkjandi hugmyndir í samfélaginu hverju sinni,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert