fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Vilhjálmur hættir með Breiðablik – Leit að nýjum þjálfara hafin

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 11. september 2021 10:30

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Kári Haraldsson er hættur með kvennalið Breiðabliks en þetta staðfesti félagið seint í gærkvöldi. Hann mun því ekki stýra félaginu á næsta tímabili.

Vilhjálmur tók við Blikum í vetur þegar Þorsteinn Halldórsson tók við starfi landsliðsþjálfara og gefur hann ekki kost á sér í að halda áfram. Breiðablik náði ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn þetta árið en Vilhjálmur kom Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er stórt afrek enda í fyrsta skipti sem íslenskt félag kemst í riðlakeppnina.

Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks um málið.

„Vilhjálmur Kári Haraldsson verður ekki þjálfari kvennaliðs Breiðabliks á næsta tímabili. Vilhjálmur tilkynnti stjórn að hann gæfi ekki kost á sér áfram eftir að samningur hans við Breiðablik rennur út. Vilhjálmur er í öðru starfi sem hann vill geta einbeitt sér að.“

„Vilhjálmur Kári tók við Blikum í vetur eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari. Vilhjálmur var þá nýlega búinn að tilkynna að hann væri hættur í þjálfun en sló til þegar honum bauðst starfið. Liðið tók miklum breytingum milli ára en Vilhjálmur og þjálfarateymið allt hefur unnið mjög gott starf.“

„Blikastelpur enda í 2.sæti í deildinni og hafa þar með tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Þá er liðið komið í úrslitaleik bikarsins og er fyrsta íslenska félagsliðið í sögunni til þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það eru því sannarlega fjölmörg spennandi verkefni framundan í haust og í vetur.“

„Stjórn knattspyrnudeildar vill þakka Vilhjálmi Kára fyrir gott samstarf á tímabilinu. Leit að nýjum þjálfara er þegar hafin,“ sagði að lokum í tilkynningu Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Í gær

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli
433Sport
Í gær

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd
433Sport
Í gær

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur