Selfoss aftur á toppinn

Danijel Majkic togar í Hákon Inga Jónsson og uppsker gult …
Danijel Majkic togar í Hákon Inga Jónsson og uppsker gult spjald í kvöld. Jón Vignir Pétursson fylgist með. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Selfoss hafði betur gegn Fjölni, 2:0, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Selfossi í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Selfyssingar toppsæti deildarinnar.

Spænski vængmaðurinn Gonzalo Zamorano kom Selfossi yfir með glæsilegu skoti skömmu fyrir leikhlé.

Um var að ræða sjöunda mark Zamorano í deildinni á tímabilinu og er hann nú markahæstur í henni ásamt Kjartani Kára Halldórssyni hjá Gróttu.

Undir lok leiks varð Guðmundur Þór Júlíusson svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og tryggði þannig tveggja marka sigur heimamanna í Selfossi.

Selfoss er nú með 17 stig á toppi deildarinnar að loknum átta leikjum, tveimur stigum fyrir ofan HK í öðru sæti.

Skammt undan er svo Fylkir í þriðja sæti með 14 stig og Grótta og Grindavík þar á eftir með 13 stig.

Tapið þýðir að Fjölnir heldur kyrru fyrir í sjötta sæti, þar sem liðið er með 11 stig.

Upp­lýs­ing­ar eru fengn­ar af urslit.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert