Handbolti

Kristján Örn marka­hæstur er PAUC tryggði sér sæti í undan­úr­slitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti góðan leik í dag.
Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti góðan leik í dag. Vísir/Vilhelm

Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti leikmaður PAUC er liðið vann nokkuð öruggan fjögurra marka sigur gegn Nimes í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld, 38-34.

Kristján skoraði sex mörk fyrir heimamenn í leik kvöldsins, líkt og Nicolas Claire, og voru þeir félagar markahæstir í liði PAUC.

Kristján og félagar voru með yfirhöndina stærstan hluta fyrri hálfleiks og náðu mest fjögurra marka forskoti fyrir hlé, en liðið leiddi með þriggja marka mun þegar flautað var til hálfleiks, staðan 21-18.

Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótt að jafna metin. Kristján og félagar hleyptu þeim þó aldrei fram úr sér og unnu upp gott forskot á nýjan leik. Í þetta sinn létu þeir forskotið aldrei af hendi og unnu að lokum nokkuð ruggan fjögurra marka sigur, 38-34, og eru því á leið í undanúrslit frönsku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×