Draga beiðni vegna klæðnaðar til baka

Eigendur Newcastle United hafa dregið til baka beiðni sína um …
Eigendur Newcastle United hafa dregið til baka beiðni sína um að stuðningsmenn félagsins hætti að klæða sig á þennan hátt. AFP

Nýir eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle United hafa dregið beiðni sína um að stuðningsmenn félagsins klæðist ekki höfuðfatnaði og/eða öðrum klæðnaði sem algengt er að arabískir karlmenn klæðist til baka.

Á miðvikudag sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningsmenn voru beðnir um að klæðast ekki slíkum klæðnaði þar sem það gæti móðgað aðra, þó sádi-arabísku eigendurnir sjálfir hafi ekki móðgast.

„Nýju eigendurnir hafa fundið fyrir yfirþyrmandi stuðningi þegar kemur að móttökum nærsamfélagsins í Newcastle eftir kaup þeirra á félaginu fyrir tveimur viku.

Stuðningsmennirnir sem hafa klæðst menningarlega hefðbundnum fatnaði, þar á meðal höfuðfatnaði, hafa verið hluti af þeim móttökum.

Þeir sem vilja styðja við félagið með því að klæðast viðeigandi klæðnaði sem sækir innblástur sinn í arabíska menningu ættu að hafa fullkomið frels til þess. Við tökum öllum fagnandi.

Til þess að ítreka það sem við höfum áður sagt var hvorki félagið né nýir eigendur þess móðgaðir yfir klæðnaðinu, og eru þakklátir yfirlýstum stuðningsyfirlýsingum og samþykki okkar frábæru stuðningsmanna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Newcastle í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert