Fótbolti

Al­menn á­nægja með frammi­stöðu Ís­lands og fram­tíðin talin björt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska landsliðið fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Íslenska landsliðið fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Mikil ánægja var með frammistöðu Íslands gegn Svíum á samfélagsmiðlum eftir leik. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli en liðin eru að berjast um toppsætið í undankeppni fyrir EM sem fer fram næsta sumar. 

Mikil ánægja ríkti á samfélagsmiðlum eftir leik enda átti Ísland skilið sigur gegn liði sem nældi í brons á HM á síðasta ári.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, eða einfaldlega Gugga, var ekki með liðinu að þessu sinni en hún er að koma til baka eftir barnsburð. 

Daði Rafnsson, nýráðinn yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK, segir ljóst að íslensku stelpurnar séu í hörkuformi. 

Kristjana Arnarsdóttir, sjónvarpskona með meiru og fyrrum leikmaður Breiðabliks og Fram í knattspyrnu, var sátt með frammistöðuna í kvöld.

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, var eðli málsins samkvæmt sáttur að leik loknum.

Jóhann Birnir Guðmundsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, var meðal þeirra sem lýstu yfir ánægju sinni eftir leik.

Rikki G, útvarpsmaður og starfsmaður Stöðvar 2, var sáttur með baráttuna.

Sænskir fjölmiðlar - og sænska liðið virðist vera - kom af fjöllum er varðar löng innköst Íslands.

Rithöfundar horfa líka á fótbolta og Hallgrímur Helgason var ánægður með það sem hann sá í kvöld.

Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var sáttur með leikinn og telur að Sveindís Jane geti náð langt.


Tengdar fréttir

Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks.

Skil ekki hvað hún er að dæma á

Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía.

Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig

Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×