Inn í klefann á rauðu spjaldi (myndskeið)

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, og Arnar Grétarsson, þjálfari Hlíðarendaliðsins, fengu báðir rauða spjaldið í byrjun síðari hálfleiks gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á mánudagskvöldið.

Besta deildin hefur nú birt upptökur úr búningsklefa Vals þar sem sjá má Adam og Arnar koma inn í klefann eftir að hafa verið vísað af velli.

Tekið er fram að myndavélar hafi verið í búningsherbergjum beggja liða og með samþykki liðanna, en þetta sé nýung sem notast verið við á völdum leikjum í sumar.

Upptökurnar eru birtar á samfélagsmiðlinum X:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert