Kjartan skoraði sigurmarkið

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark Esbjerg í dag.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark Esbjerg í dag. Ljósmynd/Esbjerg

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark Esbjerg gegn Fredericia í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en hann er nýkominn til félagsins.

Íslendingurinn var í byrjunarliði Esbjerg í annað sinn og skoraði sigurmark leiksins í 1:0-sigri á 72. mínútu með skalla. Sex mínútum síðar var hann tekinn af velli og Andri Rúnar Bjarnason kom inn á. Þá er Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins sem er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Viborg.

Kjartan er dönsku B-deildinni vel kunnugur en hann hefur tvisvar áður leikið í henni. Í tvö fyrri skipt­in hef­ur KR-ing­ur­inn staðið uppi sem markakóng­ur deild­ar­inn­ar, með 17 mörk í bæði skipt­in. Fyrst með Hor­sens vorið 2016 og síðan aft­ur með Vejle fyr­ir tæpu ári, eða um sum­arið 2020.

Þá var Íslendingaslagur í úrvalsdeildinni dönsku þar sem Horsens og OB gerðu markalaust jafntefli. Aron Elís Þrándarson kom inn sem varamaður í liði OB á 79. mínútu og Ágúst Eðvald Hlynson kom inn á í liði heimamanna mínútu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert