Katrín ávarpar aukaþing SÞ um Covid-19

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar í kvöld sérstakt aukaþing Sameinuðu þjóðanna um Covid-19. Þingið hefst í dag og stendur í tvo daga.

Búast má við að ræða Katrínar, sem tekin var upp fyrr í vikunni, verði spiluð á milli klukkan 19 og 20 í kvöld. Hægt er að fylgjast með þinginu á útsendingarvef Sameinuðu þjóðanna, að því er segir í tilkynningu.

Meðal áhersluatriða í ræðu forsætisráðherra eru jafnréttismál og vaxandi heimilisofbeldi í heimsfaraldrinum, mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að bóluefnum og heilbrigðisþjónustu og græn uppbygging í kjölfar Covid-19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert