ÍSÍ skilgreinir 27 manna Ólympíuhóp fyrir Tókýó

Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona er í hópi þeirra sem stefna …
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona er í hópi þeirra sem stefna á ÓL og er mjög nærri því að komast þangað eins og fram kemur í ítarlegu viðtali við hana í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands hefur í samvinnu við sérsambönd sín skilgreint 27 manna Ólympíuhóp en hann er skipaður því íslenska íþróttafólki sem stefnir markvisst að þátttöku í Ólympíuleikunum í Tókýó sumarið 2021, og er talið eiga möguleika á að komast þangað af viðkomandi sérsamböndum.

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er enn sem komið er eini Íslendingurinn sem hefur  tryggt sér keppnisrétt á leikunum.

Í  tilkynningu frá ÍSÍ segir m.a.: 

„Áhrif COVID-19 faraldursins á mótaþátttöku íþróttafólksins eru mikil og í nokkrum íþróttagreinum hefur verið lítið um alþjóðleg mót síðan snemma á þessu ári.

Þá hafa nokkrir einstaklingar verið að glíma við meiðsli og ekki náð að keppa í einhvern tíma, en eru á réttri leið og stefna áfram á góðan árangur á komandi misserum.

Í vali sérsambanda hefur því í sumum tilfellum verið horft til árangurs frá síðasta ári eða að framfarir íþróttafólksins gefi væntingar um áframhaldandi bætingar og þar með möguleika á að vinna sér inn þátttökurétt á leikana.

Þá eru einstaklingar fyrir utan þennan hóp sem stefna á leikana en vegna óvissu í tengslum við meiðsli eða mótafyrirkomulag var ákveðið að hafa þá fyrir utan hópinn.“

Hópinn skipar eftirtalið íþróttafólk:

Kári Gunnarsson, badminton, einliðaleikur
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir, 200 m hlaup
Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir, kringlukast
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir, sleggjukast
Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir, maraþon og 3.000 m hindrunarhlaup
Sindri Hrafn Guðmundsson, frjálsíþróttir, spjótkast
Guðrún Edda Harðardóttir Min, áhaldafimleikar
Irina Sazonova, áhaldafimleikar
Jónas Ingi Þórisson, áhaldafimleikar
Martin Bjarni Guðmundsson, áhaldafimleikar
Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf
Haraldur Franklín Magnús, golf
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf
Sveinbjörn Jun Iura, júdó, 81 kg flokkur
Einar Ingi Jónsson, lyftingar, 73 kg flokkur
Þuríður Helgadóttir, lyftingar, 59 kg flokkur
Andri Nikolaysson Mateev, skylmingar, höggsverð
Daníel Þór Líndal Sigurðsson, skylmingar, stungusverð
Anton Sveinn McKee, sund, 100 og 200 m bringusund
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, sund, 50 og 100 m skriðsund
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund, 100, 200 og 400 m skriðsund
Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi, loftskammbyssa
Hákon Þór Svavarsson, skotfimi, haglabyssa, skeet
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert