„Það var allt á fleygiferð“

Það fór allt á fleygi ferð í brælunni þegar mest …
Það fór allt á fleygi ferð í brælunni þegar mest lét, að sögn skipstjóran á Vestmannaey. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Valtýr Auðbergsson

Veðrið hefur ekki beint verið skemmtilegt að undanförnu, mikill vindur og dágóð ölduhæð, sem hefru ótvíræða ókostu fyrir þá sem stunda sjósókn. Fékk áhöfnin á Vestmannaey VE heldur betur að finna fyrir því þegar allt fór á ferð og kæliskápur opnaðist vegna álags.

„Þetta var alger brælutúr vægt til orða tekið. [...] Um tíma var veðrið alveg snarklikkað og ég sá vindmælirinn fara upp í 35 metra. Þegar mest gekk á var ástandið um borð afar erfitt en það var allt á fleygiferð. Meðal annars sprakk upp kæliskápur hjá kokkinum og allt fór út um allt. Það var heilmikil verkun á elhúsinu eftir ósköpin. Það er verulega notalegt að koma í land að loknum túr sem þessum,“ segir Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmananey, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Hann segir þó að það hafi fiskast vel og landaði togarinn fullfermi á mánudag. „Við hófum veiðar í Skeiðarárdýpi og á Öræfagrunni en veðrið var svo vitlaust að við fluttum okkur á Ingólfshöfðann. Þaðan var svo flúið í Meðallandsbugtina út af Skatárósum. Þar var heldur minni alda en vindurinn hins vegar jafn mikill og annars staðar,“ segir Egill Guðni.

Vestmannaey VE.
Vestmannaey VE. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Guðmundur Alfreðsson

Á stöðugum flótta

Vestmannaey var ekki eini togari samstæðunnar á miðunum í þesus ömurlega veðri og kom Gullver NS til hafnar á Seyðisfirði á laugardeg með 60 tonn eftir stuttan túr, mest þorsk og ýsu. Í færslunni er haft eftir Steinþór Hálfdanarson skipstjóra að veðrið hafi verið hundleiðinlegt allan túrinn. Ýsan fékkst í Litladýpi og þorskurinn í Reyðarfjarðardýpi og á Gerpisflaki.

Þá landaði Bergur VE fullfermi á mánudag, eins og Vestmannaey. „Það var vond bræla allan tímann. Veðrið var sérstaklega slæmt úti í kanti og því vorum við grunnt allan tímann. Segja má að við höfum verið á flótta undan veðri alla veiðiferðina. Við byrjuðum á Öræfagrunni í haugabrælu, fórum þaðan upp undir Ingólfshöfða í skárra veður en brátt gerði vitlaust veður þar og þá var haldið í Meðallandsbugtina og klárað þar í skítaveðri,“ segir Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergi.

Gullver hélt á ný til veiða síðdegis á mánudag, en Bergur og Vestmannaey munu væntanlega láta úr höfn á morgun eða föstudag en það fer eftir veðri, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Bergur VE.
Bergur VE. Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 256 kg
Þorskur 256 kg
Ýsa 13 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 536 kg
18.5.24 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
18.5.24 Már BA 406 Sjóstöng
Þorskur 498 kg
Samtals 498 kg
18.5.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 407 kg
Samtals 407 kg
18.5.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 237 kg
Samtals 237 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 256 kg
Þorskur 256 kg
Ýsa 13 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 536 kg
18.5.24 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
18.5.24 Már BA 406 Sjóstöng
Þorskur 498 kg
Samtals 498 kg
18.5.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 407 kg
Samtals 407 kg
18.5.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 237 kg
Samtals 237 kg

Skoða allar landanir »