Handtóku mann eftir innbrot í breska þingið

Breska þingið.
Breska þingið. AFP

Lögreglan í Bretlandi handtók í dag mann sem grunaður er um að hafa brotist inn í breska þingið, sem varð til þess að svæðinu var lokað tímabundið í dag.

Efitr að þingmaðurinn David Amess var stunginn til bana í október, er hann hitti kjósendur á kjördæmafundi sem haldinn var í Leigh-on-Sea, hafa öryggisráðstafanir þingsins verið hertar verulega.

Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, sagði í október að hryðjuverkaógnin fyrir þingmenn hefði aukist verulega eftir dauða Amess.

Handtakan ekki meðhöndluð sem hryðjuverk

Lögreglan á svæðinu var fljót að gefa út að handtaka mannsins í dag hafi ekki verið meðhöndluð sem um hryðjuverk væri að ræða.

„Maður var handtekinn við Carriage Gates inni í höllinni í Westminster, grunaður um að hafa farið inn á verndarsvæði,“ sagði lögregla í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert