Jón Þór samdi við Vestra á ný

Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson hefur gert nýjan samning við Vestra og stýrir því liðinu í næstefstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar. 

Liðið hafnaði í 5. sæti í deildinni í sumar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar. Vestri tilkynnti um ráðninguna í dag en Jón Þór tók við liðinu á miðju sumri og samdi þá út tímabilið. 

Samkvæmt heimildum mbl.is ræddi Stjarnan einnig við Jón Þór eftir að tímabilinu lauk.

Útlit er fyrir að Vestri tefli fram öflugu liði því í dag var einnig tilkynnt að tveir af bestu mönnum liðsins, Nacho Gil frá Spáni og Nicolaj Madsen, hafi einnig gert nýja samninga við Vestra. 

Nacho Gil hefur leikið þrjú tímabil á Íslandi.
Nacho Gil hefur leikið þrjú tímabil á Íslandi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert