Nýr heimsmeistari í þungavigt

Oleksandr Usyk slær Anthony Joshua í gær.
Oleksandr Usyk slær Anthony Joshua í gær. AFP

Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk tryggði sér þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt í hnefaleikum er hann vann Bretann Anthony Joshua eftir dómaraúrskurð í gærkvöldi. Kapparnir börðust á Tottenham-vellinum í London.

Usyk byrjaði mun betur en Joshua átti fínar lotur um miðbik bardagans. Úkraínumaðurinn var hinsvegar sterkari á lokakaflanum og vann að lokum verðskuldaðan sigur.

Hann er nú handhafi IBF, WBA og WBO-heimsmeistaratitlanna. Tyson Fury er handhafi WBC og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Fury mætir Deontay Wilder í þriðja sinn þann 9. október næstkomandi.

Usyk hefur unnið alla 19 bardaga sína, þar af 13 með rothöggum. Joshua hefur unnið 24 og tapað tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka