fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Einkunnir eftir hetjulega baráttu í Albaníu – Davíð Kristján bestur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 20:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var í Tirana í Albnaíu.  Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli á tíundu mínútu.

Aron Einar lenti í eltingaleik við sóknarmann Albaníu og braut af sér. Eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR-skjánum rak hann Aron af velli.

Albanir tóku svo forystuna í leiknum á 35 mínútu þegar Ermir Lenjani skallaði knöttinn í netið á fjærstöng.

Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum og síðari hálfleikurinn var vel spilaður, það skilaði sér á sjöttu mínútu í uppbótartíma þegar Mikael Neville Anderson skoraði.

Mikael mætti á fjærstöng og gerði vel. Þórir Jóhann sendi boltann fyrir og varamaðurinn skoraði af yfirvegun.

Íslenska liðið endar í öðru riðilsins með fjögur stig í fjórum leikjum. Albanir enda á botninum með tvö stig.

Byrjunarlið Íslands

Rúnar Alex Rúnarsson – 7
Varð nokkrum sinnum mjög vel í leiknum og ekki verður við hann að sakast.

Guðlaugur Victor Pálsson 7
Virkilega öflugur og þá sérstaklega í síðari hálfleik, virkilega góður kraftur í Gulla.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Var gjörsamlega sofandi í marki leiksins, fékk boltann yfir sig eins og svo oft áður með landsliðinu. Vann sig svo vel inn í leikinn.

Aron Einar Gunnarsson (´10)
Fékk rautt spjald og spilaði of lítið til að fá einkunn.

Davíð Kristján Ólafsson 7
Var heldur betur öflugur í dag, hefur bætt sig mikið varnarlega undanfarið. Besti maður Íslands í dag.

Þórir Jóhann Helgason 6
Duglegur en komst lítið í boltann framan af, öflugur í seinni hálfleik.

Ísak Bergmann Jóhannesson (´69) 5
Kraftur í Ísaki en var sofandi í marki Albaníu.

Birkir Bjarnason (´81) 7
Var miklu betri en í undanförnum leikjum, duglegur og var meiri kraftur í honum. Meira svona.

Jón Dagur Þorsteinsson (´13)
Var tekinn af velli eftir rauða spjald Arons Einars og spilaði of stutt til að fá einkunn.

Alfreð Finnbogason (´69) 6
Fékk úr litlu að moða en sýndi takta í síðari hálfleik sem gaman var að sjá.

Arnór Sigurðsson 5 (´69)
Fínir sprettir Arnórs í leiknum, fékk fínt færi sem hann hafði mátt gera betur í.

Varamenn:

Daníel Leó Grétarsson (´13) 6
Hákon Arnar Haraldsson (´69) 6
Mikael Neville Anderson (´69) 7
Mikael Egill Ellertsson (´69) 6

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af

Auddi talar vel um Gregg Ryder og vonast til að hann rétti skútuna af
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?
433FókusSport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“
433Sport
Í gær

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“
433Sport
Í gær

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern