Vefur Veðurstofunnar lá niðri

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri í rúma klukkustund eftir að jarðskjálfti af stærðinni 3,8 gekk yfir Reykjanesskaga upp úr klukkan hálftíu í kvöld. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vefurinn liggur niðri. Síðast gerðist það eftir stærsta skjálftann, af stærð 5,7, sem varð á miðvikudaginn. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni klukkan 22.42 sagði að unnið væri að því að endurræsa vefþjón.

„Við höfum ekki upplýsingar að svo stöddu um það hversu margir voru að heimsækja vefinn þegar hann hætti að virka og óvíst er hver orsök bilunarinnar er,“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert