Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,4% í 1,7 milljarða króna viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Úrvalsvísitalan stendur nú í 2.519 stigum og hefur ekki verið lægri frá því í desember 2020. Sextán af 22 félögum aðalmarkaðarins voru rauð í viðskiptum dagsins.

Iceland Seafood International leiddi lækkanir en gengi félagsins féll um 3,6% í dag, niður í 8,05 krónum á hlut, í 16 milljóna veltu. Hlutabréfaverð Iceland Seafood hefur lækkað um helming á einu ári og ekki verið lægra frá því í maí 2020.

Mesta veltan, eða um 450 milljónir, var með hlutabréf Arion banka sem lækkuðu um 2,1%. Gengi Arion hefur fallið um 11% á síðustu tveimur vikum.

Hlutabréf Marels lækkuðu um 1,7% í dag, þó í aðeins 175 milljóna veltu. Gengi félagsins náði sínu lægsta stigi í ár í 470 krónum, sem er um 46% lægra en í ársbyrjun.