Gæsluvarðhald vegna gruns um nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á fertugsaldri var í dag úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Segir í tilkynningunni að maðurinn sé grunaður um mörg brot á undanförnum vikum, m.a. nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir. Síðasta brotið var framið í austurborginni í gærmorgun þar sem maðurinn var handtekinn á vettvangi.

Þá kemur fram að gæsluvarðhaldið grundvallist m.a. á því að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum hans.

Úrskurður héraðsdóms hefur verið kærður til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert