Krossbandið slitnaði ekki

Ívar Örn Jónsson er frá vegna meiðsla í bili.
Ívar Örn Jónsson er frá vegna meiðsla í bili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður knattspyrnuliðs HK, er ekki eins alvarlega meiddur og óttast var eftir að hann fór af velli í leik Kópavogsliðsins gegn Vestra á dögunum.

Óttast var að krossband í hné hefði gefið sig en svo reyndist ekki vera, heldur snerist upp á hnéskelina sem þó hélst á sínum stað.

Ekki er ljóst hvenær Ívar getur snúið aftur á völlinn en talið að hann verið í það minnsta fjórar vikur frá keppni. Hann missti af sigurleik HK gegn Víkingi á sunnudagskvöldið og spilar varla aftur fyrr en í fyrsta lagi í tíundu umferðinni þann 18. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert