fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Steypusprungan lengist á meðan skjálftarnir ganga yfir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 17:41

Sprungan lengist hratt. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafvirki sem er að störfum í bílakjallara í Kringlunni ákvað að merkja við endann á einni sprungunni í gólfinu þar. Um er að ræða steypusprungu upp á um 1,5 metra. Á tveimur og hálfri klukkustund lengdist sprungan um 8 sentimetra.

Með meðfylgjandi mynd ritaði rafvirkinn eftirfarandi texta á Facebook-síðu sína:

„Það sem er óvenjulegt við skjálftana núna er að þetta eru margir litlir skjálftar í stað eins stórs og 2-4 lítilla eftirskjálfta. Það þýðir að áreynsla á byggingar eykst og því ekki slæmt að fylgjast vel með sprungumyndun.

Rauða línan var þar sem sprunga endaði við skjálftanum rétt eftir 14…. þessi bláa miðað við núna 16:35.

Þannig endilega, hafið augun opin“

Í samtali við DV segist rafvirkinn ekki geta staðfest að jarðskjálftar valdi sprungunni enda sé hann rafvirki en ekki byggingarfulltrúi:

„Þessi sprunga byrjaði nýverið en ekki er vitað hvenær nákvæmlega. Þetta eru margar sprungur um allt hús sem eru að lengjast og það myndast nýjar á hverjum degi. Þessi er 1,5 m sirka en lengdist um  8 cm milli skjálfta. Athugaðu að ég er bara rafvirki en ekki byggingarfulltrúi en þekki þetta bara af reynslu, að svona margar sprungur myndast yfirleitt ekki svona hratt.“

Sprungan lengist hratt. Mynd: Facebook

DV hafði samband við byggingafulltrúa á eftirlaunum sem telur að jarðskjálftarnir séu líkleg skýring á þessari sprungumyndun. Aðrar mögulegar orsakir fyrir svo örri sprungumyndun væru miklar hitabreytingar en slíku er varla til að dreifa í þessu tilviki.

DV hafði einnig samband við starfandi byggingarverkfræðing sem sagði að vel þekkt væri að jarðskjálftar geti valdið sprungumyndun. Hann sagðist hins vegar ekki hafa neinar forsendur til að meta hvort það sé orsökin í þessu tilviki, Slíkt fari eftir hvernig burðarvirki er, til dæmis hve mikið yfirhannað það er. Allur gangur sé á því en almennt svarað þá geti jarðskjálftar valdi sprungum af þessu tagi í steyptum veggjum og gólfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu