Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Varúlfar, karlakór og Björk með afrískum blæ

Stund­ar­skrá dag­ana 22.októ­ber til 11.nóv­em­ber

Varúlfar, karlakór og Björk með afrískum blæ

Fjölskyldusirkushelgi í Fjallabyggð

Hvar? Íþróttahúsið Ólafsfirði

Hvenær? 23. okt. kl. 10

Aðgangseyrir? 2.000 kr. 

Húlladúllan býður íbúum á Tröllaskaga upp á bráðskemmtilega og heilsueflandi fjölskyldusirkus helgi helgina 23.–24. október 2021. Þátttakendur kynnast og spreyta sig á hinum ýmsu sirkuslistum og sirkusáhöldum auk þess sem farið verður í alls konar skemmtilega leiki.

HAUSTFRÍ | Aúúúú-er Varúlfur hér?

Hvar? Borgarbókasafnið Gerðubergi.

Hvenær? 23. október kl. 13–14.

Aðgangseyrir? Ókeypis.

Haustfríinu er fagnað með hrollvekjandi sögustund þar sem Ævar Þór Benediktsson rithöfundur les sögu sem fær hárin til að rísa og kaldan hroll læðast niður hryggjarsúluna. Þau sem mæta í búning fá sérstakan bónus að launum. Allir eru velkomnir á sögustundina á meðan húsrúm leyfir. Sögustundin er haldin í tilefni sýningarinnar Þín eigin bókasafnsráðgáta sem stendur yfir í Gerðubergi.

Karlakórinn Fóstbræður – vortónleikar að hausti 

Hvar? Harpa.

Hvenær? 22. október kl. 20 og 23. október kl. 15.

Aðgangseyrir? 4.000 kr.

Karlakórinn Fóstbræður heldur árlega „vortónleika“ sína í Norðurljósasal Hörpu, meðal annars föstudaginn 22. október kl. 20 og laugardaginn 23. október kl. 15. Flutt verða íslensk og erlend verk fyrir karlakóra. Ekkert hlé verður á tónleikunum sem standa í rúma klukkustund.

Pétur Jóhann Óhæfur

Hvar? Tjarnarbíó.

Hvenær? 23. október.

Aðgangseyrir? 4.990 kr.

Brandarabúntið Pétur Jóhann ætlar að koma sterkur inn á árinu 2021 með sprenghlægilega sýningu og glænýtt efni.

Sýningin PÉTUR JÓHANN ÓHÆFUR er tveggja klukkustunda uppistandssýning samin af Pétri og er sjálfstætt framhald sýningarinnar Pétur Jóhann óheflaður, sem fór sigurför um landið fyrir nokkrum árum.

Það er ekki á hverjum degi sem þessi fyndni og prýðisgóði piltur er með uppistand opið öllum. Það er því um að gera að nýta þetta einstaka tækifæri til að sjá Pétur Jóhann „live“.

Pétur er, eins og alþjóð veit, gríðarlega skemmtilegur og eftirsóttur uppistandari. Þar að auki hefur hann unnið marga stóra sigra í kvikmyndum og sjónvarpi.

Björk Orkestral 

Hvar? Harpa.

Hvenær? 24. október kl. 17.

Aðgangseyrir? 4.990–11.990 kr.

Tónleikaserían Björk Orkestral fer fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum úti um allan heim. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum.

DJ Björk á afrískum nótum í Hannesarholti

Hvar? Hannesarholt

Hvenær? 24. október kl. 19.

Aðgangseyrir? 18.990 kr.

Afrísk veisla í Hannesarholti. Matur og dans. Afrísk matarveisla, þriggja rétta, úr smiðju Alex Jallow, stofnanda Ogolúgo, verður borin fram á fyrstu og annarri hæð hússins. Björk Guðmundsdóttir þeytir skífum í Hljóðbergi að kvöldverði loknum. 1000 kr. af hverjum seldum miða rennur til Kvennaathvarfsins.

 Benedikt búálfur

 Hvar? Samkomuhúsið, Akureyri.

 Hvenær? 23., 24., 30. og 31. október.

 Aðgangseyrir? 5.200 kr.

Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, setur á svið fjölskyldusöngleikinn Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Samkomuhúsinu. Söngleikurinn var frumsýndur árið 2002 og samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistina. Benedikt búálfur er byggður á samnefndum bókum eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og fjallar um vinina Benedikt búálf og Dídí mannabarn og ferðalag þeirra um Álfheima. Tóta tannálfi hefur verið rænt og allur Álfheimur er í hættu. Vinirnir leggja af stað og á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrum og ásamt dreka, blómálfum og alls konar furðuverum hjálpast þau að við að bjarga Álfheimum.Með hlutverk Benedikts fer Árni Beinteinn Árnason en aðrir leikarar eru Björgvin Franz Gíslason, Valgerður Guðnadóttir, Króli, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og Birna Pétursdóttir.

Ásta Fanney: Munnhola, obol ombra houp-là 

Hvar? Bíó Paradís.

Hvenær? 24. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 1.690 kr.

Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances) eftir listakonuna og skáldið Ástu Fanneyju Sigurðardóttur er safn gjörninga þar sem hljóð, ljóð, hljóðaljóð, tónar, stafir, orð og orðlausar senur mynda saman súrrealískan draumheim skynjunar. Í verkinu er röddin rannsökuð sem einstakur miðill og virkar sem þráður í gegnum ferðalag af táknum, stöfum og tengingu mannsins við náttúru, tungumál, tækni, leiki og dægurmenningu. 

Hvernig sköpum við samfélag fyrir alla?

Hvar? Borgarbókasafn Gerðubergi

Hvenær? 26. október kl. 9. 

Aðgangseyrir? Ókeypis.

Hvernig sköpum við opið samfélag þar sem enginn er skilinn eftir – samfélag fyrir alla byggt á jafnræði og velferð óháð bakgrunni? Treystum við stjórnvöldum til að standa vörð um grunnréttindi okkar í lýðræðissamfélagi og lýðheilsu á sama tíma? Boðið er til opins samtals milli borgara og fræðasamfélagsins um traust og virka þátttöku borgara til að byggja upp samfélag þar sem allir hafi aðgang að gæðum samfélagsins.

Opnunarhátíð Listar án landamæra

Hvar? Ráðhús Reykjavíkur

Hvenær? 26. október kl. 17.

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Opnunarhátíð Listar án landamæra er haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 26. október. Jón Gnarr mun setja hátíðina. Listamaður hátíðarinnar, Steinar Svan Birgisson, mun flytja ljóð og hljóta viðurkenningu. Tónlistarfólkið Már og Íva munu flytja nokkur lög og myndlistarsýningin Sjónarhorn/Sjónarhóll á veggjum Ráðhússins verður opnuð. 

Valdimar í Bæjarbíói: 10 ára afmælistónleikar

Hvar? Bæjarbíó

Hvenær? 28. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 5.990 kr.

Hljómsveitin Valdimar fagnaði 10 ára afmæli árið 2020 og fagna áfanganum meðal annars með tónleikum í Bæjarbíói fimmtudagskvöldið 28. október næstkomandi. Á dagskránni eru lög af öllum plötum sveitarinnar og einhverjar sögur fljóta örugglega með frá hljómsveitarmeðlimum.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð 

Hvar? Bíó Paradís.

Hvenær? 28. október kl. 17.

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Þér er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. október kl. 17.00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir.

Neind Thing

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 28. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.400 kr.

Neind Thing er dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af þremur sviðslistakonum og einum trommara sem leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Neind Thing byggir á þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans, vonleysi gagnvart dystópískri framtíð, stöðugu áreiti miðla og ekki síst þversagnakenndum og athyglisstelandi netheimi. 

Hrekkjavaka í safni Ásgríms Jónssonar

Hvar? Safn Ásgríms Jónssonar

 Hvenær? 31. október kl. 17–19.

 Aðgangseyrir? Ókeypis

Á safninu verða dularfullar verur á ferli og í rökkrinu má sjá verk Ásgríms Jónssonar í öðru ljósi. Álfar, tröll og draugar taka á sig skýra mynd og býður safnið alla í búningum, stóra sem smáa, sérstaklega velkomna á Bergstaðastræti 74. Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Þess má geta að krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár