Dramatískur sigur Þýskalands

Philipp Weber sækir að Rússum í dag.
Philipp Weber sækir að Rússum í dag. AFP

Patrick Zieker tryggði Þýskalandi sigur gegn Rússlandi í lokaleik liðanna í milliriðli II í Bratislava á Evrópumóti karla í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í dag.

Leiknum lauk með 30:29-sigri þýska liðsins en Zieker skoraði sigurmark leiksins þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum.

Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 16:12. Rússum tókst að minnka muninn í síðari hálfleik og Sergei Kosorotov kom Rússum 29:28-yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Johannes Golla, Tobias Reichmann og Patrick Zieker skoruðu fimm mörk hver fyrir Þjóðverja en Sergei Kosorotov var markahæstur Rússa með átta mörk.

Bæði lið hafa því lokið leik á Evrópumótinu í ár en Þýskalandi, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, endaði í fjórða sæti milliriðils II með 4 stig á meðan Rússland endaði í fimmta sætinu með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert