„Hann dó næstum því“

Scott Estill varð viðskila við eiginkonu sína síðdegis á föstudag. …
Scott Estill varð viðskila við eiginkonu sína síðdegis á föstudag. Nærri þrjú hundruð manns komu að leitinni sem stóð yfir í rúman sólarhring en Paul fannst um klukkan sjö í gærkvöldi. mbl.is/Einar Falur

Hjón­in Becky og Scott Estill eru þaul­vant göngu­fólk frá Col­orado. Þau gerðu engu að síður mis­tök sem kostuðu Scott nær lífið þegar þau gengu að gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um á föstu­dag.

Þetta sagði Becky í kvöld­frétt­um Rás­ar 1. „Þú átt aldrei að yf­ir­gefa göngu­fé­laga þinn. Þú átt alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta eru mis­tök sem við gerðum og þetta er út­kom­an. Hann dó næst­um því.“ 

Scott Estill varð viðskila við eig­in­konu sína síðdeg­is á föstu­dag. Nærri þrjú hundruð manns komu að leit­inni sem stóð yfir í rúm­an sól­ar­hring en Scott fannst um klukk­an sjö í gær­kvöldi, um fjóra kíló­metra norðvest­ur af gosstöðvun­um og hafði gengið í þver­öf­uga átt.

Becky lýs­ir því í sam­tali við RÚV hvað hún varð ótta­sleg­inn þegar hún upp­götvaði að Scott væri týnd­ur og að það hafi verið erfitt að gera ekk­ert gert nema bíða á meðan hans var leitað. Hjón­in eru ólýs­an­lega þakk­lát þeim sem tóku þátt í leit­inni. 

Scott var nokkuð hress þegar hann fannst en þó lerkaður og var hann flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Land­spít­al­ann í Foss­vogi þar sem hann dvel­ur enn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert