NBA-meistari eyddi miklum tíma í Lego-tölvuleikjum

Giannis Antetokounmpo.
Giannis Antetokounmpo. AFP

Giannis Antetokounmpo átti stórleik er lið hans, Milwaukee Bucks, varð meistari í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann hefur áður stigið fram og talað um tölvuleikjaspilun sína, en fjölmargir atvinnuíþróttamenn spila tölvuleiki í frítíma sínum.

Eyddi miklum tíma í Lego-tölvuleikjum

Antetokounmpo segist hafa spilað mikið af Lego-tölvuleikjunum á PlayStation 2 þar sem hann naut þess að vera Lego-hetja og eyddi hann miklum tíma í leiknum Indiana Jones Lego. Uppáhaldsleikir hans í æsku voru leikir byggðir á íþróttum, s.s. NBA2K, Pro Evolution Soccer og Tekken, ásamt því að hann naut þess að spila upprunalegu útgáfu leiksins Ratchet and Clank.

Hefur minni tíma til að spila vegna NBA

Antetokounmpo viðurkennir að hann hafi ekki mikinn frítíma til þess að spila tölvuleiki eftir að hann byrjaði að spila í NBA-deildinni, en hann hefur þó tekið þátt í viðburðum sem tengjast rafíþróttum. Hann var sýnilegur í auglýsingum fyrir mót í tölvuleiknum PUBG Mobile fyrir stórstjörnur ásamt því að hann tók þátt í sýningarleik á mótinu. Hann tók einnig þátt í kynningaherferð fyrir PUBG Mobile árið 2019 ásamt öðrum leikmönnum úr NBA-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert