Innlent

Á­­fram í haldi fyrir sí­endur­tekið of­beldi gegn eigin­­konu sinni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Í samtali við lögreglu sagði konan að um væri að ræða ítrekað, endurtekið og stórfellt ofbeldi af hálfu mannsins.
Í samtali við lögreglu sagði konan að um væri að ræða ítrekað, endurtekið og stórfellt ofbeldi af hálfu mannsins. Vísir/Vilhelm

Lands­réttur hefur stað­fest úr­skurð héraðs­dóms um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir manni í Keflavík sem gefið er að sök að hafa nauðgað eigin­konu sinni og beitt hana sí­endur­teknu of­beldi síðast­liðin fjögur ár.

Maðurinn mun því sitja á­fram í gæslu­varð­haldi til 15. júní næst­komandi. Á­kæra á hendur manninum var gefin út af Héraðs­dómi Reykja­ness þann 19. maí síðast­liðinn og honum gert að sæta gæslu­varð­haldi þar til í júní. Sú á­kvörðun hefur nú verið stað­fest.

Segir í niður­stöðu Lands­réttar að komist hafi verið að þeirri niður­stöðu að skil­yrðum fyrir á­fram­haldandi gæslu­varð­haldi sé full­nægt í ljósi al­var­leika brota mannsins. Honum er gefin að sök nauðgun, stór­fellda líkams­á­rás og stór­fellt brot í nánu sam­bandi við eiginu­konu sína á árunum 2019 til 2023.

Maðurinn hafi endur­tekið, á sér­stak­lega sárs­auka­fullan, meiðandi og al­var­legan hátt ógnað lífi, heilsu og vel­ferð hennar með and­legu, líkam­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi, hótunum og nauðung. Í á­kæru er á­verkum konunnar lýst og segir í niður­stöðu Lands­réttar að sam­kvæmt læknis­fræði­legum gögnum séu sumir þeirra taldir vera lífs­hættu­legir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×