Ástæða fyrir lítilli skjálftavirkni á mælum

Vindurinn gerir skjálftamælum erfitt fyrir að greina smáskjálfta.
Vindurinn gerir skjálftamælum erfitt fyrir að greina smáskjálfta. mbl.is/Eyþór Árnason

Lít­il sem eng­in skjálfta­virkni hef­ur mælst við Sund­hnúkagígaröðina í dag en það má rekja til þess óveðurs sem hef­ur staðið yfir í dag. 

Þetta seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. 

Hann seg­ir að vind­ur­inn geri mæl­un­um erfitt fyr­ir að greina smá­skjálfta en lík­legt sé að skjálfta­virkn­in sé sú sama og hún hef­ur verið að und­an­förnu. 

„Þegar það er vont veður þá trufl­ar það mæli­tæk­in og þeir koma ekki inn í kerf­in okk­ar,“ seg­ir Bjarki og bæt­ir við að gera megi ráð fyr­ir að skjálft­arn­ir séu eins og síðustu daga, á bil­inu 150-200 skjálft­ar á dag. 

Eins og kunn­ugt er var skjálfta­virkn­in lít­il í aðdrag­anda síðasta goss og því hafa sum­ir á sam­fé­lags­miðlum velt því fyr­ir sér hvort að slíkt sé að eiga sér stað núna. Aðspurður seg­ir Bjarki svo ekki vera.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert