Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu og Toppslagur í Kefla­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eitt skemmtilegasta lið Evrópu, Napolí, er í beinni útsendingu í dag.
Eitt skemmtilegasta lið Evrópu, Napolí, er í beinni útsendingu í dag. Giuseppe Maffia/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Við fáum sannkallaðan stórleik í Subway-deild kvenna í körfubolta þar sem toppliðin tvö, Keflavík og Valur mætast. Hið stórskemmtilega lið Napoli tekur svo á móti Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.05 hefst beint útsending úr Grafarvogi þar sem Fjölnir og Breiðablik mætast í Subway-deild kvenna. Klukkan 20.05 er komið að stórleiknum milli Keflavíkur og Vals í sömu deild.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.50 hefst útsending frá leik AZ Alkmaar og Real Madríd í UEFA Youth League eða Meistaradeild Evrópu unglingaliða. Borussia Dortmund tekur svo á móti Hadjuk Split í sömu keppni síðar í dag. Hefst útsending klukkan 17.20.

Klukkan 19.35 hefjum við svo upphitun fyrir Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Napoli og Frankfurt. Að leik loknum, klukkan 22.00, eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Sýnum við einnig mörkin sem og allt það helsta úr leik Real Madríd og Liverpool.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 05.00 er Aramco Team Series-mótið í golfi á dagskrá en það fer fram í Singapúr. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.30 hefst FRÍS: Framhaldsskólakeppni í rafíþróttum. Sýnt verður frá best í þrem leikjum viðureign FSU og FÁ keppt í CS:GO, Valorant og Rocket League.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×