Innlent

Eva Björk sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps.
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps.

Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sækist eftir 2.-3. sætti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Eva Björk greinir frá þessu á Facebook í gær en Eva rekur ásamt fjölskyldu sinni Hótel Laka í Efri-Vík hjá Kirkjubæjarklaustri.

Eva er menntuð sem kennari og er með framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu. Hún situr nú sitt annað kjörtímabil sem oddviti Skaftárhrepps og hefur gegnt formennsku fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auk þess að hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Eva er gift Þorsteini M. Kristinssyni, á sex börn og á von á sínu sjöunda barnabarni.

Ég sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til næstu Alþingis kosninga. Ég er gift Þorsteini M...

Posted by Eva Björk XD on Friday, February 19, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×