Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna úti í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um ábyrgðarmannakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá sýnum við magnaðar myndir af sinubruna í Straumsvík og ræðum við varðstjóra hjá slökkviliðinu í beinni útsendingu.

Efnahagsmálin verða einnig ofarlega á baugi. Fjármálaráðherra segir koma til greina að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna.

Og við rýnum í tölurnar: Tæplega fjörutíu þúsund íslensk heimili eru með óverðtryggt húsnæðislán á breytilegum vöxtum. Á þessu ári munu um 4.500 óverðtryggð lán til viðbótar losna undan skjóli fastra vaxta. Neytendur segjast farnir að finna vel fyrir stýrivaxtahækkunum ofan í verðbólgu.

Þá hittum við bandarískan hakkara sem spreytir sig á samfélagsmiðlum fréttamanns og verðum í beinni frá Kringlunni, þar sem við prófum svokallaða Kringlukló fyrir fullorðna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×