Miðjumaður Arsenal úr leik í langan tíma

Mohamed Elneny fagnar eftir að hafa skorað fyrir Arsenal í …
Mohamed Elneny fagnar eftir að hafa skorað fyrir Arsenal í bikarleik gegn Oxford fyrr í þessum mánuði. AFP/Adrian Dennis

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Elneny leikur ekki með Arsenal á ný fyrr en í fyrsta lagi seint á þessu ári.

Félagið staðfesti í dag að Elneny hefði gengist undir uppskurð vegna alvarlegra meiðsla á hné sem hann varð fyrir á æfingu liðsins og yrði frá keppni í langan tíma.

Elneny er þrítugur miðjumaður sem hefur verið í röðum Arsenal frá árinu 2016 en var eitt  tímabil í láni hjá Besiktas í Tyrklandi. Hann hefur leikið 88 leiki í úrvalsdeildinni, en aðeins fimm þeirra í vetur, og 93 landsleiki fyrir Egyptaland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert