Instagram-aðgangi Messi lokað vegna fjölda skilaboða

Lioen Messi leiddi Argentínu til sigurs á HM í Katar.
Lioen Messi leiddi Argentínu til sigurs á HM í Katar. AFP/Kirill Kudryavtsev

Lionel Messi, fyrirliði heimsmeistara Argentínu, hefur greint frá því að Instagram-aðgangi sínum hafi verið lokað í nokkra daga vegna ógrynni skilaboða sem honum bárust á samfélagsmiðlinum eftir að heimsmeistaratitillinn var í höfn.

Argentína stóð uppi sem sigurvegari á HM 2022 í Katar skömmu fyrir jól eftir magnaðan sigur eftir vítaspyrnukeppni gegn Frakklandi.

„Instagram-aðgangurinn minn var blokkaður í nokkra daga vegna fjölda skilaboða sem mér bárust eftir að við unnum HM.

Ég fékk milljónir skilaboða á Instagram þannig að þeir blokkuðu mig,“ sagði Messi í samtali við argentínsku útvarpsstöðina Urbana Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert